29.10.2025 Á slóðum Harry Potter í London 34 nemendur í valáfanganum Harry Potter eyddu hluta vetrarfrísins á slóðum söguhetjunnar í London ásamt kennurum sínum. Nemendur kynntust borginni í ratleik um helstu kennileiti, skoðuðu hana frá öðru sjónarhorni siglandi niður Thames auk þess að fræðast um og skoða hina ýmsu sögulega gripi á British Museum. Hápunktur ferðarinnar var þó án efa heimsóknin í Warner Bros (Harry Potter) Studios þar sem nemendur fengu að upplifa töfraheiminn í öllu sínu veldi. Að lokum voru þau leidd um tökustaði kvikmyndanna í miðbæ London af sérhæfðum Potterhausum og gátu í leiðinni safnað stigum fyrir sínar heimavistir með kunnáttu sinni tengdri töfraseríunni góðu. Margir skelltu sér einnig á fótboltaleik auk þess sem allir sáu að minnsta kosti einn söngleik á West End. Nemendur voru til þvílíkrar fyrirmyndar alla ferðina og sannarlega skóla sínum og fjölskyldum til mikils sóma.