21. maí 2016

Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 25. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara.

Nemendur sjá einkunnir sínar í INNU um klukkan 20:00 24. maí. Prófsýning verður 25. maí fyrir alla bekki milli kl.12:15 og 13:30. 

Næstu daga verður haft samband við þá nemendur sem ekki ná tilskildum lágmarks einingafjölda til þess að útskrifast eða flytjast ekki á milli ára. Áfangastjóri mun senda póst á nemendur þegar búið er að ná í alla sem þarf að ræða við, fyrir birtingu einkunna.

Fréttasafn