Andlát

Sigurbergur Sigsteinsson íþróttakennari er látinn. Hann lést 28. þessa mánaðar aðeins 71 árs að aldri. Sigurbergur lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1969. Hann kom til starfa sem íþróttakennari við Verzlunarskólann árið 1975 og kenndi allt til ársins 2014. Það er erfitt að ímynda sér þann fjölda nemenda sem hann kenndi öll þessi ár, þeir skipta án efa þúsundum.

Sigurbergur var mjög virkur í íþróttastarfi fyrir utan kennsluna. Hann keppti í mörg ár með meistaraflokki Fram bæði í handbolta og fótbolta. Sigurbergur átti marga leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á sinni ferilskrá. Hann var einnig kunnur sem þjálfari í bæði handbolta og fótbolta.

Við erum þakklát fyrir öll þau ár sem við áttum með Sigurbergi og sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Starfsfólk Verzlunarskóla Íslands

Aðrar fréttir