24. nóv. 2020

Andlát

Guðbjörg Tómasdóttir, var dönskukennari við Verzlunarskóli Íslands um árabil. Guðbjörg naut mikillar virðingar innan skólans, bæði meðal samstarfsfólks og nemenda. Í góðum hópi dönskudeildarinnar fór fram einstaklega gefandi og uppbyggilegt samstarf og þar lagði Guðbjörg ætíð sín lóð á vogaskálarnar. Vinnuherbergi dönskudeildar umlukti víðfeðmt og skapandi samfélag, sem að mestu snerist um unglinga og kennslu, en líka innihaldsríkar samræður um áhugamál og einkalíf.

Framlag Guðbjargar til dönskukennslu í skólanum var mikilvægt því hún hafði djúpa þekkingu á tungumálinu, auk þess að vera nákvæm með afbrigðum og praktísk. Guðbjörg naut sín vel í kennslunni og tókst á við allar áskoranir af æðruleysi. Hún hafði góðan húmor fyrir litríkustu karakterunum í nemendahópnum en um leið hafði hún næman skilning á þeim sem þurftu á stuðningi að halda og sinnti þeim af alúð.

Verzlunarskólinn sendir fjölskyldu Guðbjargar innilegustu samúðarkveðjur og er hennar minnist með hlýhug og þakklæti fyrir störf sín.

Fréttasafn