3. ágú. 2021

Auglýst eftir starfsmanni í dagræstingar

Verzlunarskóli Íslands auglýsir laust til umsóknar starf í dagræstingum við skólann.
Um er að ræða 80-100% starf í þriggja manna ræstingarteymi sem sér um dagræstingar í skólanum.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem lætur sér annt um eignir skólans og er lipur í mannlegum samskiptum. Um er að ræða fjölbreytt starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað.

Hæfnikröfur:
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Við bjóðum:
· Góða vinnuaðstöðu.
· Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Lárusson umsjónarmaður fasteigna, s: 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið verslo@verslo.is

Fréttasafn