31.10.2013 Ball í Gullhömrum Nemendafélagið stendur fyrir balli í kvöld í Gullhömrum. Eins og áður hvetur skólinn foreldra til þess að leyfa ekki eftirlitslaus partí í heimahúsum. Til þess að forðast örtröð fyrir utan er nemendum bent á eftirfarandi tímamörk: 3. bekkur mætir 22:00-22:30 4. bekkur mætir 22:30-23:00 5. bekkur mætir 23:00-23:30 6. bekkur mætir 23:30-24:00 Ballið stendur yfir til klukkan 01:00 en athugið að húsinu verður lokað klukkan 24:00. Mælarnir og edrúpotturinn á sínum stað.