Bekkur mánaðarins

Í anda þeirra gilda sem skólinn starfar eftir verður í hverjum mánuði valinn bekkur sem þykir vera til fyrirmyndar. Við val á bekk mánaðar er meðal annars horft til:

– Námsástundun, þ.e. vinnusemi í tímum (hæfni).
– Mætingar. (ábyrgð).
– Umgengni um stofuna, flokkun á rusli o.fl. (ábyrgð/virðing).
– Framkomu nemenda við kennara og aðra starfsmenn (virðing).
– Samskipti innan bekkjar (vellíðan).
– Ýmislegt fleira kemur síðan til greina sem gerir bekkinn verðugan til að fá titilinn Bekkur mánaðarins.

Tilnefningar koma frá starfsmönnum og eru verðlaunin frí máltíð í Matbúð fyrir alla í bekknum. Vonandi verður þetta hvatning til nemenda um að standa sig vel sem heild og vera til fyrirmyndar.

Bekkur septembermánaðar er 5-A. Bekkurinn gengur vel um stofuna sína og mæting er góð. Nemendur eru jákvæðir til vinnu og öll samskipti við þá eru þess eðlis að kennarar njóta samverunnar með þeim.

Aðrar fréttir