24. apr. 2016

Berlínarferð

  • 20160423_113600_resized
  • 20160422_153732_resized
  • 20160422_152909-0-_resized-2-
  • 20160421_145935_resized

24 nemendur í valáfanganum  Berlin, mannlíf, menning og saga 143 dvöldu í Berlín 21. – 24. apríl síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur gengu um miðborgina þar sem þeir skoðuðu helstu kennileiti eins og Brandenburger Tor, Checkpoint Charlie og Jüdisches Monument. Stasifangelsið í Hohehnschönhausen var heimsótt, sem og þýska sögusafnið (Deutsches Historisches Museum). Farið var upp í kúpulinn á þinghúsinu og hópurinn gekk um Bernauerstraße þar sem sjá má leifar af því hvernig múrinn lá, en þar er einnig minnsimerki um þá sem féllu er þeir reyndu að flýja á milli austur- og vestur Berlínar. Nemendur voru til fyrirmyndar hvar sem þeir komu og voru skólanum til sóma.

 

 

 

Fréttasafn