18. des. 2019

Birting einkunna og prófsýning

Lokaeinkunnir haustannar verða aðgengilegar í INNU klukkan 20.00 fimmtudaginn 19. desember. Á sama tíma verða bókalistar og stundatöflur næstu annar aðgengilegar. Foreldrum/forráðamönnum er bent á að fara á INNU og skoða námsferil barna sinna. Nemendur sem eru orðnir 18 ára geta opnað fyrir foreldraaðgang hjá sér í Innu.

Prófsýning fer fram föstudaginn 20. desember milli 8:30 og 10:00. Nemendur sem falla í áfanga eru sérstaklega hvattir til að mæta og skoða prófúrlausnir sínar því skrifstofa skólans lokar klukkan 15:00 þennan sama dag og opnar ekki aftur fyrr en mánudaginn 6. janúar.

  • Athugið að vegna persónuverndarsjónarmiða geta nemendur einungis séð eigin úrlausnir og tekið af þeim myndir. Ekki er leyfilegt að samnemandi taki myndir af prófúrlausnum bekkjarsystkina.
  • Komist nemandi ekki á prófsýningu geta foreldrar komið fyrir hönd barna sinna ef þau eru yngri en 18 ára.
  • Nemendur sem ekki komast á prófsýningu og eru með fall í lokaprófi og á leið í endurtekt, geta sent tölvupóst á kennara sinn daginn sem einkunnir eru birtar og óskað eftir að fá prófúrlausn sína senda til sín í tölvupósti. Athugið að þetta á einungis við um nemendur sem falla í áfanga og þurfa að endurtaka hann.
  • Nemendur sem ekki komast á prófsýningu um jól geta óskað þess í janúar að sjá prófúrlausnir sínar hjá viðkomandi kennara eða á skrifstofu skólans.

Fréttasafn