11. jan. 2016

Blóðbankabíllinn við Verzló fimmtudaginn 14. janúar

Blóðbankabíllinn verður við Versló fimmtudaginn 14. janúar frá kl.09:30-14:00.Tilgangurinn er að safna blóðgjöfum enda er mikilvægt að Blóðbankinn eigi ríkulegar innistæður á öllum tímum því slysin gera ekki boð á undan sér. Almennt eru framhaldsskólanemendur einhverra hluta vegna tregir til þess að gefa blóð en það á víst ekki við um nemendur Verzló. Nemendur skólans hafa í gegnum árin ekki hikað við að gefa af sér og erum við stolt af því og Blóðbankinn þakklátur fyrir það. 

Eins flottur og Blóðbankabíllinn er þá komast einungis þrír fyrir í honum í einu og hann annar allt upp undir 30 nemendum á hálftíma. Til þess að forðast troðning hefur verið útbúið sérstakt skráningablað - nemendum hefur verið sendur póstur þar sem skráningablaðið er að finna. Nemendur hafa leyfi til þess að fara úr tíma til þess að gefa blóð, skv. tímaplaninu og fá ekki of seint ef þeir eru í bílnum í upphafi tíma.

Fréttasafn