4. jún. 2018

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í Hörpu. Að þessu sinni brautskráðust 543 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 256 úr þriggja ára náminu, 281 úr fjögurra ára náminu og 6 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 327 stúlkum og 216 piltum.

Dúxar skólans voru Bjarni Ármann Atlason úr fjögurra ára náminu og Íris Brynja Helgadóttir úr þriggja ára náminu. Hlutu þau bókagjafir og námsstyrk.

Aðrir nemendur með I. ágætiseinkunn fengu einnig bókagjafir og námsstyrk en það voru alls 15 nemendur úr þriggja ára náminu og 18 nemendur úr fjögurra ára náminu.

Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.

Fréttasafn