Brautskráning 2020

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 23. maí við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Vegna ástandsins í landinu var ekki hægt að hafa brautskráningu stúdenta með hefðbundnum hætti. Útskriftarnemendur og foreldrar sátu úti í bílum á bílaplönum kringum skólann og hlustuðu á ræðu skólastjórans og fylgdust með athöfninni í gegnum símtæki sín. Engir gestir voru í salnum og aðeins einn bekkur í einu fór inn og tók við skírteinum sínum. Útskriftarnemendurnir fengu blíðskaparveður á útskriftardaginn og myndaðist skemmtileg stemning á bílaplönum skólans á meðan nemendur biðu eftir því að vera kallaðir inn í skólann í röð, með tvo metra á milli, að taka á móti skírteinum sínum.

Að þessu sinni brautskráðist 271 nýstúdent frá Verzlunarskólanum, 268 úr dagskólanum og 3 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 180 stúlkum og 91 pilti.

Dúx skólans var Snædís Edwald Einarsdóttir með I. ágætiseinkunn; 9,73. Hlaut hún bókagjafir og námsstyrk að upphæð 500.000.

Semidúxarnir voru tveir að þessu sinni en það vorutvíburarnir Katrín Lára Sigurðardóttir og Kristín Þóra Sigurðardóttir með I. ágætiseinkunn 9,7 og hlutu þær, hvor um sig bókagjafir og námsstyrk að upphæð 200.000.

Aðrir nemendur með I. ágætiseinkunn 9,4 og yfir fengu einnig bókagjafir og námsstyrk að upphæð 100.000 kr. og voru það eftirfarandi nemendur:

Nafn Bekkur Einkunn
Helga Kristín Sigurðardóttir 3-S 9,6
Helga María Magnúsdóttir 3-X 9,5
Elínborg Ása Ásbergsdóttir 3-X 9,5
Þórunn Elísa Þórisdóttir 3-D  9,5 
Ásthildur Rafnsdóttir  3-S  9,5 
Gyða Perla Bjarnadóttir  3-U  9,4 

13 aðrir nemendur voru með I. ágætiseinkunn og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Bryndís Ósk Hauksdóttir 3-S NÁT15 9,2
Jón Haukur Sigurðarson 3-E VIÐ15 9,2
Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir 3-X NÁT15 9,2
Gunnar Bergmann Sigmarsson 3-H VIÐ15 9,2
Bjarki Steinar Viðarsson 3-X NÁT15 9,1
Magnús Símonarson 3-H VIÐ15 9,1
Eva Margit Wang Atladóttir 3-R NÁT15 9,1
Heiðrún Arna O Þóroddsdóttir 3-E VIÐ15 9,1
Helga Rún Hermannsdóttir 3-X NÁT15 9,1
Þórdís Huld Atladóttir 3-H VIÐ15 9
Kolbrún Erna Ingadóttir 3-S NÁT15 9
Kristín Erla Guðmundsdóttir 3-U NÁT15 9
Kristín Hekla Örvarsdóttir 3-B NSL15 9

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h. Sjóðstjórn komst að þeirri niðurstöðu að veita meðal annars verðlaun fyrir þátttöku í félagslífi skólans og var það  Ágúst Óli Ólafsson sem hlaut 100.000 króna styrk úr sjóðnum fyrir þátttöku sína í félagslífi nemenda . Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir bestan námsárangur á 1. og 2. ári og fengu þær 100.000 króna styrk úr sjóðnum:

 

Nafn Bekkur Einkunn
Agnes Birna Ólafsdóttir 1-I 9,7
Elísa Sverrisdóttir 2-S 9,8

Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.

Aðrar fréttir