28. maí 2021

Brautskráning í beinni útsendingu

Vegna fjöldatakmarkana verður brautskráning stúdentsefna Verzlunarskóla Íslands 2021 í beinni útsendingu á www.verslostudent.is . Stúdentsefnin mæta í hús klukkan 12:45 og safnast saman í heimastofum bekkja. Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir bjóðum við foreldra velkomna í hús þegar komið er að brautskráningu bekkjar þeirra barns. Foreldrar ganga inn frá bílastæði nemenda við Ofanleiti. Starfsmenn skólans verða við inngang til að vísa foreldrum rétta leið. Á meðfylgjandi mynd (smella á myndina til að stækka hana)má sjá dagskrá brautskráningarinnar.

Fréttasafn