Brautskráning stúdenta

Verzlunarskóla Íslands var slitið í 106. sinn laugardaginn 21.maí. Í ár voru brautskráðir 287 nemendur með stúdentspróf og samanstóð hópurinn af 162 stúlkum og 125 piltum. 281 nemandi kom úr dagskóla og 6 úr fjarnámi. Fjölmennasti hópurinn kemur af náttúrufræðibraut, eða 116 nemendur, 107 af viðskiptabraut, 45 af félagsfræðabraut og 19 af málabraut.

Dúx skólans var Áslaug Haraldsdóttir með aðaleinkunnina 9,4. Næstir voru þrír nemendur með aðaleinkunnina 9,3 en það voru þau Bylgja Björk Pálsdóttir, Jóhanna Andrésdóttir og Andri Már Kristinsson.

Á næstunni halda nýstúdentar í útskriftarferð til Spánar.

 

Aðrar fréttir