Brautskráning stúdenta 2016

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 296 nýstúdentar og þar af 6 nemendur með stúdentspróf úr fjarnámi skólans. Útskriftarhópurinn samanstóð af 182 stúlkum og 114 piltum.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dúx skólans var Ísak Valsson með I. ágætiseinkunn, 9.7. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 500.000 kr. Semidúx skólans var Jóhannes Aron Andrésson með I. ágætiseinkunn 9.4. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 300.000 kr.

Aðrir nemendur með I. ágætiseinkunn fengu einnig bókagjafir og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 150.000 kr. en það voru þær Hrafnhildur Árnadóttir og Dagrún Ósk Jónasdóttir.

Einnig var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum fyrir góðan árangur í námi til eftirfarandi nemenda á 1.,2. og 3. ári.

Íris Brynja Helgadóttir  1. bekkur 
 Bjarni Ármann Atlason  4. bekkur
 Ernir Jónsson   5. bekkur
 Katarina Katrín Kekic  5. bekkur

Teitur Gissurason fékk úthlutað 100.000 kr. úr VÍ 100 sjóðnum fyrir góð störf í þágu félagslífs nemenda við stjórn NFVÍ.

Aðrar fréttir