Brautskráning stúdenta 2022

Brautskráning stúdentsefna fer fram í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands. Eins og undanfarin ár verður athöfnin einnig í beinu streymi á www.verslostudent.is .

Stúdentsefnin mæta kl. 12:45 í heimastofur sínar. Tveir bekkir verða útskrifaðir saman og þrír bekkir í eitt skipti. Bekkir verðar útskrifaðir í eftirfarandi röð:

Bekkir: A og B 
Bekkir: D og E 
Bekkir: F og H 
Bekkir: I, R og S 
Bekkir: T og U
Bekkir: X og Y

  • Miðað er við að hver nemandi geti boðið allt að 4 gestum. Gengið er inn í skólann frá bílastæði nemenda.
  • Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn kynni sér vel í hvaða bekk börn þeirra eru og verði tilbúin að ganga í salinn þegar röðin kemur að þeim.
    • Foreldrar/forráðamenn A og B bekkja mæta kl. 12:45 og fara beint inn í hátíðarsalinn.
    • Klukkan 13:00 mæta foreldrar/forráðamenn D, E, F og H bekkja á Marmarann og verður þeim vísað inn í hátíðarsalinn þegar kemur að þeim bekkjum.
    • Klukkan 13:30 mæta forráðamenn I, R, S, T, U, X og Y á Marmara og bíða eftir því að verða vísað inn í salinn.

 Að lokinni brautskráningu er foreldrum og forráðamönnum, ásamt stúdentum, boðið í íþróttahúsið til þess að samfagna áfanganum.

Aðrar fréttir