19.05.2011 Brautskráning verslunarprófsnema 18.05.2011 Í gær miðvikudaginn 18. maí var 251 verslunarprófsnemi brautskráður frá Verzlunarskóla Íslands að loknu 106. starfsári. Námsframboð skólans hefur breyst mikið og tíðarandi einnig. Fyrir um 60 árum var skipulagt nám í skólanum í hagnýtum skrifstofustörfum. Við skipulag námsins var reynt að miða námsefnið við þau störf sem nemendur kæmu til með að stunda í viðskiptalífinu. Það vekur athygli í þessu sambandi að námsefnið var ekki það sama fyrir stráka og stelpur. Sem dæmi má nefna að á meðan strákarnir tóku 20 tíma í rekstrarhagfræði tóku stelpurnar 2 tíma. Á meðan stelpurnar lærðu skjalavörslu þá lærðu strákarnir sölufræði. Einnig lærðu strákarnir allt um heildsölu, smásölu og útflutningsverslun á meðan stelpurnar æfðu sig í bréfaskriftum og að skrifa niður texta eftir upptökum og þær fengu einnig kennslu í framkomu og háttvísi. Með þessu var því í raun verið að staðfesta að þjóðfélagið gerði ráð fyrir að strákarnir tækju að sér stjórnunarstörf þegar út á vinnumarkaðinn væri komið og að stúlkurnar yrðu ritarar þeirra. Þetta hefur sem betur fer breyst mikið, alla vega fá strákar og stelpur sömu kennslu í dag þó svo við mættum gjarnan taka okkur tak í að auka enn frekar jafnrétti kynjanna. Að þessu sinni voru 11 nemendur með 1. ágætis einkunn, sem er 9,0 og yfir. Verðlaun og viðurkenningar Heiðursverðlaun til dúx skólans: Úr Waltersjóði, ávísun að upphæð kr. 250.- fyrir hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi árið 2011 auk 15.000.- kr. peningaverðlauna frá skólanum hlýtur: Alexander Elís Ebenesersson 4-H Á myndinni eru Ingi Ólafsson skólastjóri og Alexander Elís Ebenesersson. Úr verðlaunasjóði Björgúlfs Stefánssonar fyrir þá nemendur sem ná bestum árangri á verslunarprófi kr.25.000 hljóta: Alexander Elís Ebenesersson 4-H Gísli Þór Þórðarson 4-I Farandbikarar: Stærðfræðibikar Steindórs J. Þórissonar fyrir hæstu einkunn í stærðfræði á náttúrufræðibraut (hagfræðibraut) hlýtur: Bjarni Örn Kristinsson 4-U Úr Minningarsjóði Jóns Sívertsen hlýtur: Úndína Ósk Gísladóttir 4-R kr. 10.000 fyrir afburðaárangur í stærðfræði. Vilhjálmsbikarinnfyrir afburðaárangur í íslensku hlýtur: Ásdís Sæmundsdóttir 4-I Úrminningarsjóði Ragnars Blöndal hlýtur: Katrín Ragnarsdóttir 4-V kr. 10.000 fyrir besta færni í móðurmálinu. Bókfærslubikarinnfyrir bestan árangur á bókfærsluprófi hlýtur: Ásdís Sæmundsdóttir 4-I Að auki er viðurkenning frá KPMG að upphæð 25.000 kr. Einnig fyrir framúrskarandi árangur í bókfærslu hlýtur peningaverðlaun frá skólanum: Fanndís Kristinsdóttir 4-H Málabikarinn fyrir afburðaárangur í erlendum tungumálum hlýtur: Alexander Elís Ebenesersson 4-H Vélritunarbikarinn fyrir afburðaárangur í vélritun hlýtur: Arnar Freyr Kristjánsson 4-V með flest orð á mínútu. Hann hlýtur einnig viðurkenningu frá VR, kr.20.000. Peningaverðlaun kr. 10.000 fyrir besta árangur í tölvunotkun á viðskipta- og hagfræðisviði hlýtur: Gísli Þór Þórðarson 4-I Bókaverðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir góðan árangur í dönsku hljóta : Kristján Óttar Rögnvaldsson 4-U Þórunn Helgadóttir 4-E Bókaverðlaun frá skólanum fyrir hæstu einkunn í sögu hljóta: Emelía Ásta Jaqueline Giess 4-B Stefanía Sjöfn Vignisdóttir Berndsen 4-A Á myndinni eru 10 efstu verslunarprófsnemendurnir. Dúx skólans í 3. bekk, Katrín Blöndal með aðaleinkunnina 9,7 hlýtur bókaverðlaun frá skólanum fyrir afburðaárangur í vetur. Óskar skólinn nemendum og foreldrum þeirra hjartanlega til hamingju með daginn.