21. mar. 2022

Concours des étudiants de français 2022 Keppni frönskunema 2022

  • Vigdís Alda Gísladóttir og Eydís Gyða Guðmundsdóttir

Tveir nemendur úr 2.R, þær Eydís Gyða Guðmundsdóttir og Vigdís Alda Gísladóttir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í Frönskukeppni framhaldsskólanna 2022. Þema keppninnar í ár var « Le chef cuisiner à la télévision... » þar sem nemendur áttu að útbúa stuttan matreiðsluþátt á frönsku og höfðu frjálsar hendur varðandi hvað þau vildu matreiða eða baka. Í keppni framhaldsskólanna voru send inn 18 myndbönd og sem fyrr sagði voru það nemendur Verzlunarskólans sem lentu í efsta sætinu.

Óskum við þeim til hamingju með árangurinn. 

Fréttasafn