Demó – lagasmíðakeppni

Demó, lagasmíðakeppni Verslunarskóla Íslands var haldin miðvikudagskvöldið 25. janúar í Bláa sal skólans. Keppnin var hin glæsilegasta í alla staði og skein ljós keppenda skært. Fjögur atriði voru flutt og voru þau hvort öðru betra.

Keppendur voru Eva K. Cassidy með lagið I´ll be mine, Dóra og döðlurnar með lagið Líða fer að vetri, Ingunn María með lagið Á meðan og Viktor&Jason með lagið Þyrnirós. Dómararnir sem fengu það erfiða hlutverk að velja sigurvegara kvöldsins voru Sigga Eyrún, Benni Brynjólfs og Elín Hall. Kynnar kvöldsins voru fyrrum nemendur skólans Gunnar Hrafn og Katla Njálsdóttir. Eftir æsispennandi keppni stóð Ingunn María uppi sem sigurvegari en Dóra og döðlurnar voru val salarins. Demónefndin undir stjórn Katrínar Ýrar sá um allt skipulag keppninnar. Það er nokkuð ljóst að framtíðin er björt hjá þessum hæfileikaríku nemendum.

Aðrar fréttir