17. mar. 2022

Education 4U - Erasmus verkefni

  • Hópmynd
  • Auschwitz
  • Uppskeruhátíð í Liceum Kopernika, Rybnik
  • Silja, Karolina, Allan, Lárus, Eydís Helga og Alísa, nemendur úr 3-A
  • Rybnik
  • Krakow
  • Krakow
  • IV Liceum Ogólnokształcące im. Mikołaja Kopernika
  • Eiríkur sögukennari og Berglind Helga náms- og starfsráðgjafi, fararstjórar ferðarinnar

Nemendurnir, Allan,  Eydís, Silja, Karolína, Alísa og Lárus ferðuðust til Póllands ásamt tveimur starfsmönnum skólans þar sem þeir tóku þátt í Erasmus verkefni milli Portúgals, Tékklands, Íslands og Póllands. Verkefnið hefur frestast um 2 ár vegna Covid og því afar ánægjulegt að geta farið núna. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma.
Það vakti athygli hópsins að allt tal um Covid veiruna var horfið og hugur almennings var hjá Úkraínumönnum sem streyma nú til landsins í leit að skjóli. Blái og guli liturinn var allsráðandi allt um kring og NATO hermenn sýnilegir á götum borganna og var hópurinn þakklátur því að búa á friðsæla Íslandi.

Fréttasafn