27. maí 2020

Endurtektarpróf

Dagana 27.-29. maí  verða endurtektarpróf í dagskólanum og er próftaflan komin á heimasíðuna. Nemendur eru sjálfkrafa skráðir í próf í þeim áföngum sem þeir stóðust ekki. Þeir sem ekki ná endurtektarprófi, eða kjósa að þreyta þau ekki, þurfa að endurtaka áfangann í fjarnámi Verzlunarskólans. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem ekki ná endurtektarprófi, skrái sig sjálfir í fjarnámið á heimasíðu skólans um leið og niðurstöður liggja fyrir.

Skráning í fjarnám VÍ er frá 19. maí –1. júní og er öllum opið. Nemendur VÍ geta skráð sig til 5. júní. 

Aðrar dagsetningar fjarnámsins:
2. júní: Nemendur fá send aðgangsorð að kennslukerfinu (Moodle), kennsla hefst.
16. júní: Próftaflan kemur á netið
5. - 12. ágúst: Sumarannarpróf.

Fréttasafn