Ensku ræðukeppnin

Ensku ræðukeppnin á vegum ESU (English Speaking Union) var haldin laugardaginn 22. febrúar sl. Þar kepptu fjórir Verslingar, þau Bragi Geir Bjarnarson, Hanna Regína Einarsdóttir, Hanna Sól Einarsdóttir og Lárus Karl Arnbjarnarson. Allir keppendur fluttu fyrst fyrirfram skrifaða ræðu sem taka átti mið af eftirfarandi tilvitnun: “Not everything that is faced can be changed, but nothing can be changed until it is faced.” Í síðari hluta keppninnar fluttu nemendur ræðu sem þeir sömdu á 15 mínútum og þar var yfirskriftin “Think globally, act locally.” Allir ræðumenn stóðu sig með afbrigðum vel en niðurstöður dómnefndar voru að Hanna Regína Einarsdóttir varð í öðru sæti, en í fyrsta sæti var nemandi úr FMos, Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir. Við óskum henni til hamingju og þökkum jafnframt öllum keppendum fyrir frábæra frammistöðu.

Aðrar fréttir