Erasmus+

Það hefur verið líf og fjör í alþjóðasamskiptum undanfarnar vikur.

Recharge the World

Dagana 9.-14. febrúar tóku fimm nemendur á öðru ári á Náttúrufræðibraut ásamt tveimur kennurum þátt í fundi í Haarlem í Hollandi. Þema verkefnisins er græn og endurnýtanleg orka. Íslensku nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði og sumir þeirra vour t.d. í sigurliðinu sem vann ræðukeppnina um umhverfisvænar orkulausnir sem fram fór í Ráðhúsi Harlem. Þátttökulönd eru ásamt Íslandi, Holland, Slóvenía, Tyrkland, Lettland og Franska Réunion.

Education 4 You

Dagana 16.-22. febrúar dvöldu sjö nemendur úr 1-A ásamt tveimur kennurum í Tabor í Tékklandi. Verkefnið fjallar um skóla framtíðarinnar. Á meðan á fundi stóð unnu nemendur í blönduðum hópum og tóku þátt í ræðukeppni um framtíðarskólann. Þátttökulönd í verkefninu eru auk Íslands, Tékkland, Pólland og Portúgal.

Europeans on the Move – The Challenges and Opportunities of Migration

Vikuna, 22.-28. feb., hefur staðið yfir í Versló fundur í verkefni sem fjallar um fólksflutninga í Evrópu. Verkefnið hófst þegar nemendurnir voru í 1-A. Þeir eru núna í 3-A og fundurinn í Versló er sá síðasti í verkefninu. Þema þessa fundar er Innflytjendur í bókmenntum, kvikmyndum, tónlist og myndlist. Á miðvikudaginn fluttu allir nemendur mjög áhugaverð og fjölbreytt erindi um þessi efni. Gestirnir koma frá Danmörku, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi og þeir fara til síns heima á föstudag.

Aðrar fréttir