Erasmus+ fundur í Versló – menntun fyrir þig!

Í vikunni 4. – 9. október verður haldinn Erasmus+ fundur í verkefni sem heitir Edu4u í Versló. Þátttakendur eru kennarar og nemendur frá Tékklandi, Póllandi og Portúgal. Nemendur í 3-A eru gestgjafar og munu ásamt hópi kennara og starfsmanna vinna með þeim fjölbreytt verkefni og kynna Ísland fyrir þeim. Viðfangsefni verkefnisins eru fjölbreytt – það verður unnið að hönnun í fablabbi, farið í útikennslu og tekist á ræðukeppnum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þetta er fyrsti alþjóðafundurinn sem er haldinn í Versló eftir að öllu var skellt í lás út af Covid sem er með fullri þátttöku kennara og nemenda í skólanum, svo þetta heyrir til tíðinda og er vonandi vísbending um bjartari tíma framundan! 

Aðrar fréttir