28. nóv. 2019

Erasmus+ - Recharge the World

Dagana 21.-25. nóvember var haldinn í Izmir í Tyrklandi undirbúningsfundur fyrir nýtt Erasmus+ verkefni sem er að hefja göngu sína. Um er að ræða samvinnu sex landa, Íslands, Tyrklands, Slóveníu, Lettlands, Hollands og Frönsku Réunion og stendur verkefnið yfir í 2 ár. Þema verkefnisins er eins og nafnið bendir til Endurnýtanleg, græn orka. 15 nemendur á öðru ári taka þátt í verkefninu ásamt þremur kennurum. Næsti fundur verður í Amsterdam í Hollandi og þangað munu fara 5 nemendur ásamt tveimur kennurum.

Fréttasafn