Erasmus+ Spánverjar í heimsókn

Dagana 5. – 11. apríl komu 23 spænskir nemendur skólans Corazón de María (CODEMA) frá Gijón, Spáni, í heimsókn, ásamt skólastjóra sínum og kennara. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ til tveggja ára. Verkefnið ber yfirskriftina SMART: Sharing Methodologies, Attitudes, Responsibilities, & Thinking.
Markmið verkefnisins eru m.a. að nemendur hljóti þjálfun í að tjá sig á ensku (Spánverjar) og spænsku (Íslendingar), t.d. með kynningum og almennu spjalli við félaga. Auk þess, að miðla nýjum kennsluháttum og námsaðferðum með notkun netsins og þverfaglegra verkefna. Spænsku nemendurnir kynntu sér starfsemi nemenda Versló; hvers konar nefndir, ráð, útgáfur, kynningar og sýningar sem nemendur standa fyrir og unnu verkefni fyrir skólann sinn með það að leiðarljósi að kynna fjölbreytt starf nemenda Verslunarskólans. Íslenskir nemendur munu svo heimsækja félaga sína í Gijón, Asturias, í haust.

Aðrar fréttir