15. apr. 2016

Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 13.-18. apríl verða nemendur og kennarar frá Slóveníu og Portúgal í heimsókn. Heimsóknin er liður í þriggja landa samstarfsverkefni sem styrkt er af EFTAgrant/Norwaygrant. Verkefnið ber yfirskriftina United in Biodiversity-keep our world colourful. Allir nemendurnir í verkefninu eru á náttúrufræðibraut og frá Verzló taka  12 nemendur í 4. bekk þátt sem einnig hýsa erlendu gestina. Þátttakendur hafa verið að vinna verkefni í tenglsum við líffræðilegan fjölbreytileika og mikilvægi stöðugleika hans í verndun og heilbrigði vistkerfa.

 

 

Fréttasafn