Eva Margit sigurvegari í ensku ræðukeppninni

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, kom, sá og sigraði í ensku ræðukeppninni, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Ræðukeppnin er haldin á vegum The English Speaking Union á Íslandi (ESU). Eva var eini keppandinn frá Verzló að þessu sinni. Eva mun fara til London í maí og taka þar þátt í alþjóðlegu ensku ræðukeppninni, International Public Speaking Competition.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Nature is a Common Language”. Eva talaði um mikilvægi hugarfarsbreytingar varðandi umhverfismál og að við þyrftum að byrja á okkur sjálfum og smám saman að hafa áhrif á til að bæta umgengni okkar við náttúruna.

Dómnefndina í lokakeppninni skipuðu Eliza Reid forsetafrú, Hildur Hjörvar lögfræðingur, og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og fyrrverandi Alþingismaður. Þess má geta að Eliza Reid var áður formaður The English-Speking Union á Íslandi.

Aðrar fréttir