2. sep. 2016

Evrópuþing unga fólksins

  • Sara-og-Katrin

 Katrín María og Sara Ísey taka í næstu viku þátt í Evrópuþingi unga fólksins í Genf í Sviss. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Verzlunarskólanum er boðið að senda nemendur á Evrópuþing unga fólksins en skólinn hefur verið í mjög góðu sambandi við tengilið í Bergen í Noregi um nokkurt skeið. Þingið greiðir kostnað ferðarinnar.

Fréttasafn