1. jún. 2021

Fagpróf í verslun og þjónustu

Föstudaginn 28. maí voru þrír nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands með Fagpróf í verslun og þjónustu. 

Anna Baldyga - Fagpróf í verslun og þjónustu 
Guðni Hannes Guðmundsson - Fagpróf í verslun og þjónustu 
Kristrún Ómarsdóttir - Fagpróf í verslun og þjónustu

Verzlunarskóli Íslands hóf nýlega að bjóða upp á fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmennasjóð verslunar- og skriftstofufólks. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.

Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Fréttasafn