10.10.2025 Ferð til Katalóníu á Spáni Dagana 22.–29. september fóru níu spænskunemendur á öðru ári í heimsókn til Torredembarra í Katalóníu á Spáni. Nemendurnir, sem læra spænsku sem þriðja mál, dvöldu hjá spænskum fjölskyldum og fengu þannig að kynnast tungumáli og menningu Spánar á einstakan hátt. Á meðal þess sem hópurinn tók sér fyrir hendur var að sækja spænska skólann með gestgjöfum sínum og heimsækja merkilega staði á svæðinu, svo sem Montserrat-klaustrið, þorpið Poblet og Ebro-svæðið. Nemendurnir fengu einnig að upplifa eina helstu hátíð Katalóníu, Santa Tecla, sem haldin er með miklum hátíðarbrag í Tarragona. Ferðin var hluti af samstarfsverkefni milli skólanna og var liður í því að endurgjalda heimsókn spænsku nemendanna til Íslands í vor. Ferðin heppnaðist afar vel í alla staði – þó með þeirri undantekningu að hópurinn varð strandaglópur á Spáni og Ítalíu þann 29. september þegar flugfélagið Play fór í þrot og aflýsti öllum flugum, þar á meðal fluginu heim til Íslands. Í ferðinni tóku þátt eftirfarandi nemendur:Valdimar Ísfeld (2-Y)Lárus Grétar (2-Y)Emilía Sigrún (2-F)Sólveig Kristín (2-Y)Hrafnkell Orri (2-D)Íva Jovisic (2-T)Elísabet Ólafsdóttir (2-T)Ásrún Hanna (2-T)Ísak Eldar (2-I)