Fjarkennsla til 19. október.

Í gær voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir vegna fjölgunar COVID-19 smita á höfuðborgarsvæðinu.

2 metra reglan hefur verið sett á í framhaldsskólum sem veldur því að ekki er hægt að halda úti staðkennslu hér í skólanum.

Öll kennsla verður því í HEIMA-kennslu samkvæmt stundaskrá til og með 19. október, eða meðan auglýsing heilbrigðisráðherra gildir.

Nú reynir enn meira á ykkur kæru nemendur.

Verið dugleg að sinna náminu, mætið í rafrænar kennslustundir og leitið aðstoðar hjá kennurum ykkar ef eitthvað er óljóst.

Farið vel með ykkur og hugið vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Skólstjórnendur

Aðrar fréttir