Fjör á göngum skólans 

Í dag, á alþjóðlegum degi umönnunar og stuðnings, kynntu nemendur á fyrsta ári þróunarverkefni sín. Þeir höfðu skipulagt viðburði eða sinnt sjálfboðavinnu í samvinnu við ýmsar stofnanir og félagasamtök. Nemendurnir fóru víða, meðal annars heimsóttu þeir dvalarheimili aldraðra, kirkjur og barnaspítalann. Þar buðu þeir upp á samverustundir með tónlistaratriðum, skák, bingó, dansi og fleiru.

Nemendur fengu góðar móttökur og tækifæri til að láta gott af sér leiða í samfélaginu í þessu verkefni.

Aðrar fréttir