Foreldrakvöld

Foreldrafélagið stendur fyrir foreldrakvöldi með fræðslu og skemmtun þriðjudagskvöldið, 4.október. Vonumst til að sjá ykkur í Bláa salnum á 2. hæðinni.

Dagskrá kvöldsins:
19:45-20:00 Aðalfundur Foreldrafélagsins
20:00-21:00 Anna Steinsen – Jákvæð menning skapar vellíðan
21:00-21:15 Kaffihlé, spjall og léttar veitingar
21:15-21:45 Bergur Ebbi – uppistand

Nánar:

Aðalfundarstörf Foreldrafélagsins og nýtt ráð kynnt til sögunnar.

Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi. Í dag stundar Anna mastersnám í samskiptum og forvörnum hjá HÍ. Anna er gift og á fjögur börn og hund. Anna hefur gefið út tvær barnabækur, Blómið og býflugan og Ofurhetja í einn dag. Allur ágóði bókarinnar Ofurhetjur í einn dag rann til UN Women. Anna er einn af vinsælustu fyrirlesurum landsins og flytur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra á hverju ári.
Anna hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir hæfni sína í þjálfun einstaklinga og starfsfólks fyrirtækja.

Bergur Ebbi er íslenskur listamaður með mikla reynslu sem uppistandari, leikari, fyrirlesari og rithöfundur. Meðal umfjöllunarefna í útgefnum verkum Bergs Ebba er tæknisaga og áhrif hennar á sjálfsmynd fólks, stjórnmál, valdajafnvægi, breytt heimsmynd, tíska og tíðarandi. Bergur Ebbi er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með MDes gráðu í Strategic Foresight and Innovation frá OCAD Háskólanum í Toronto í Kanada auk þess að leggja stund á lögfræði og listasögu við Université de Cergy Pontoise í París. Meðal verka Bergs Ebba eru bækurnar Stofuhiti (2017) og Skjáskot (2019). Bergur Ebbi hefur fengist við gamanleik í sketsaþáttum og einnig tekið að sér alvarlegri hlutverk, meðal annars í þáttunum Brot og kvikmyndinni Skjálfta.

Aðrar fréttir