16.10.2023 Foreldrakvöld 17. október Dagskrá 19:45-21:30 19:45-20:00 Aðalfundur foreldrafélagsins 20:00-20:45 Gleðiskruddan – fræðslufyrirlestur 20:45-21:00 Kaffi 21:00-21:30 Ari Eldjárn – skemmtun Gleðiskruddan- jákvæð sálfræði og gleðiverkfæri Fyrirlestur fyrir foreldra um jákvæða sálfræði og jákvæð inngrip í uppeldi og daglegu lífi. Ungu fólki vantar oft bjargráð til að takast á við áskoranir og mótlæti. Það er því mikilvægt að þau fái tækifæri á því að kynnast jákvæðri sálfræði og hvernig nýta megi þessi inngrip sem við köllum gleðiverkfæri til að vera betur í stakk búin þegar þess þarf. Rannsóknir sýna að þegar þessi verkfæri eru nýtt eflir það sjálfsþekkingu og eykur hamingju og vellíðan. Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði geta þannig stuðlað að persónulegum vexti og bjóða upp á möguleika fyrir einstaklinga að blómstra. Fyrirlesarar: Yrja Kristinsdóttir, BA í félagsráðgjöf, MA í uppeldis- og menntunarfræði og diploma í jákvæðri sálfræði / Marit Davíðsdóttir, BA í frönskum fræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræði. Ari Eldjárn Ari Eldjárn er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur auk þess getið sér góðs orðs víða erlendis fyrir gamansýningar sínar. Árið 2020 varð hann fyrsti íslenski skemmtikrafturinn til að fá gamansýningu tekna til sýninga hjá bandarísku streymisveitunni Netflix en þætti hans Pardon my Icelandic var dreift á heimsvísu til fleiri milljóna manna, sem horfðu á og höfðu gaman af. Pardon my Icelandic vann Edduna árið 2021 fyrir skemmtiþátt ársins. Foreldrar skólans hafa fjölmennt á foreldrakvöldin og því gerum við ráð fyrir fullu húsi. Hlökkum til að sjá ykkur í bláa salnum.