06.10.2025 Foreldrakvöld 8. október Foreldrakvöld haustannar verður haldið miðvikudaginn 8.október 2025 í Bláa sal Verzlunarskólans. Dagskrá kvöldsins: 19:45-20:00 Aðalfundur foreldrafélagsins. 20:00 Sindri Sindrason fær GunnIngu skólastjóra í spjall – spurt og svarað um allt milli himins og jarðar sem tengist Versló. Við hvetjum foreldra til að senda inn spurningar sem brenna á þeim á netfangið thorunnsigthors@gmail.com Sindri og GunnInga munu fara yfir spurningarnar í spjallinu. 20:45 Skemmtiatriði frá nemendum. Verslunarskólinn er stútfullur af hæfileikaríkum nemendum og munu nokkrir þeirra koma og skemmta okkur með tónlistaratriðum. 21:00 Kaffi og spjall. Hér gefst foreldrum tækifæri á að hitta aðra foreldra og eiga gott spjall yfir kaffi og meðlæti Hlökkum til að sjá ykkur öll. Foreldraráðið