Foreldrakvöld þriðjudaginn 21. mars 2023

Foreldraráð minnir á foreldrakvöldið þriðjudaginn 21. mars 2023 í bláa salnum í Verzlunarskólanum. Mæting hefur verið mjög góð undanfarin ár þar sem foreldrar hittast, fræðast um mál sem tengjast ungmennum og eiga skemmtilega kvöldstund.

Dagskrá kvöldsins:

19:30-20:15 Hinsegin 101
20:15-20:30 Femínistafélag Versló
20:30-20:45 Kaffipása
20:45-21:15 Saga Garðars – uppistand

Nánari dagskrá:

Lilja Ósk Magnúsdóttir frá Samtökum ’78. Hinsegin 101 er grunnur að hinseginleikanum, þar er fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið er yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna ’78.

Femínistafélagið sér til þessa að halda uppi umræðu um femínisma og jafnréttismál innan veggja skólans. Nefndin hefur ritskoðað allt efni sem NFVÍ gefur út og hengt upp fræðsluplaggöt.

Saga Garðarsdóttir, leikari og handritshöfundur. Sögu þarf varla að kynna sem skemmtilega konu þar sem hún kemur reglulega fram sem uppistandari og meðlimur spunahópsins Improv Ísland sem hefur verið með reglulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum frá haustinu 2015.

Aðrar fréttir