09.09.2014 Foreldraráð VÍ Aðal- og fræðslufundur Foreldraráðs VÍ verður haldinn 9. september kl. 20.00 í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Líðan nemenda í framhaldsskólum: Margrét Lilja Guðmundsdóttir, frá Rannsóknum & greiningu segir frá niðurstöðum stórrar rannsóknar. Nemendafélagið: Sigrún Dís, forseti NFVÍ kynnir verkefni og störf nemendafélagsins. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta, boðið verður upp á kaffiveitingar. Blái salur er staðsettur á 2. hæð, (inngangur að sunnanverðu, gegnt Búllunni) gengið er inn hjá íþróttahúsi.