Foreldraviðtöl 19. nóvember

"Evidence

Í stefnumótavinnunni sem farið var í 2016-2017 var m.a. lögð áhersla á að haldið yrði sem best utan um nemendur með almenna velferð þeirra að leiðarljósi.

Í nýju umsjónarkerfi hefur verið leitast við að auka snertifleti námsráðgjafa og umsjónarkennara við nemendur. Undanfarið hefur verið unnið út frá tvennu, annars vegar að námsráðgjafarnir fylgi árgangi eftir upp skólagönguna og hins vegar að hafa reglulega umsjónartíma þar sem umsjónarkennari og viðkomandi bekkur fá tækifæri til þess að ræða bekkjaranda og samskipti innan bekkjar.

Og þá er komið að meginefni þessarar umfjöllunar og það er nýtt fyrirkomulag foreldraviðtala með það að leiðarljósi að grípa inn í hjá þeim nemendum sem þurfa þykir. Að þessu sinni verða einungis foreldrar/forráðamenn þeirra nemenda, sem ástæða þykir til, kallaðir á fund með umsjónarkennara. Ástæðurnar geta verið af ýmsum toga, t.d. vegna mætinga, niðurstöður miðannarmats, dalandi áhugi nemandans á náminu eða líðan í bekk.

Foreldraviðtölin fara fram 19. nóvember og munu þeir foreldrar/forráðamenn, sem óskað er eftir að mæti, fá tölvupóst þar að lútandi frá umsjónarkennara. Þeir foreldrar/forráðamenn sem ekki fá boð geta haft samband við umsjónarkennara í gegnum tölvupóst ef þeir vilji koma einhverju á framfæri.

Aðrar fréttir