23. mar. 2020

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2020

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í tuttugasta sinn sl. laugardag 21. mars. Um það bil 100 keppendur í 36 liðum frá 11 framhaldsskólum tóku þátt í keppninni sem í fyrsta sinn, af ástæðum sem líklega hvert mannsbarn gerir sér grein fyrir, fór í ár eingöngu fram í gegnum netið. Stemningin var því kannski ekki alveg sú sama og venjulega þegar nemendur mæta í Háskólann í Reykjavík og félagslegi þátturinn blómstrar í leiðinni.

Keppt var í þremur deildum að venju, alpha-, beta- og deltadeild. Versló átti alls fimm lið í keppninni í ár, þrjú í beta-deild og tvö í delta-deild.

Liðið Team Maryland, sem var eins manns lið Gunnlaugs Eiðs Björgvinssonar 2-H, stóð uppi sem sigurvegari í Delta-deild.

Sjá nánar um keppnina og úrslitin hér:

Keppnin núna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Fréttasafn