Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2021

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram í tuttugasta sinn sl. laugardag 24. apríl. Metþátttaka var að þessu sinni en alls 58 lið frá þrettán framhaldsskólum tóku þátt. Í annað sinn frá upphafi og annað árið í röð fór keppnin eingöngu fram í gegnum netið. Frá Versló voru fjögur lið og hittust krakkarnir í skólanum til að búa til góða stemningu þótt auðvitað jafnist fátt á við þegar öll liðin sitja nálægt hvert öðru í Háskólanum í Reykjavík.

Keppt var í þremur deildum að venju, alpha-, beta- og deltadeild. Versló átti alls fjögur lið í keppninni í ár, tvö í beta-deild og tvö í delta-deild.

Liðið MMM, sem var skipað Gunnlaugi Eið Björgvinssyni 3-H og Róberti Híram Ágústssyni 3-H, stóð uppi sem sigurvegari í Beta-deild eftir tvísýna baráttu í lokin. Gunnlaugur sigraði í Delta-deildinni í fyrra svo það var engin tilviljun að hann vann einnig í ár!

Sjá nánar um keppnina og úrslitin hér:

Facebooksíða Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Frétt frá MBL
Frétt frá HR

Aðrar fréttir