Forvarnardagurinn 2020

Í dag er forvarnardagurinn sem haldinn er árlega í grunn- og framhaldsskólum landsins. Dagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2006 og hefur síðan þá verið haldinn á hverju ári í október.Samvera unga fólksins okkar með forráðamönnum sínum hefur mikið forvarnargildi.Það er því vel við hæfi að foreldrafélagið standi fyrir rafrænum viðburði í kvöld sem ætlaður er bæði nemendum skólans og forráðamönnum þeirra.Forráðamenn hafa fengið tölvupóst frá skólanum en þar er að finna tengil á streymi kvöldsins. Viðburðurinn hefst klukkan 19:45.Góða skemmtun og njótið samverunnar!

Forvarnardagurinn 2020

Aðrar fréttir