24. nóv. 2022

Frábær árangur Ásgerðar Söru í alþjóðlegri píanókeppni

Ásgerður Sara Hálfdanardóttir, nemandi á 1. ári við skólann tók þátt í alþjóðlegri píanókeppni í Malmö í byrjun nóvember. Hún náði frábærum árangri og vann til tveggja verðlauna í sínum aldursflokki. Dómnefndin var sammála því að píanóleikur hennar einkenndist af mikilli útgeislun og djúpri tilfinningu fyrir tónlistinni. 

Skólinn óskar Ásgerði Söru til hamingju með þennan frábæra árangur.

Fréttasafn