Frakkar í heimsókn

Dagana 24. mars til 1. apríl eru 22 nemendur frá menntaskólanum Lycée Chateaubriand í Rennes Frakklandi í heimsókn. Þeir eru gestir nemenda í Verzló sem valið hafa frönsku sem þriðja mál.

Með í för eru tveir kennarar. Markmiðið með heimsóknunum er að nemendur kynnist landi og þjóð gestgjafa sinna. Um helgina voru frönsku nemendurnir alfarið í umsjá gestgjafa sinna en í þessari viku fylgjast þeir með skólalífinu og heimsækja helstu ferðamannastaði í nágrenni Reykjavíkur. Ekki er annað að heyra af gestum okkar en að þeir séu alsælir með móttökurnar og njóta dvalarinnar. Nemendur okkar munu síðan sækja Frakkana heim næsta haust.

Aðrar fréttir