Franskir nemendur í heimsókn

Í gær komu til landsins 18 nemendur og 2 kennarar frá Demotz De La Salle menntaskólanum í Rumilly, litlum bæ í frönsku Ölpunum. Ein af ástæðunum fyrir komu Frakkanna er að nemendurnir eru að læra jarðfræði og hafa mikinn áhuga á íslenskri náttúru. Frakkarnir munu dvelja á íslenskum heimilum þessa vikuna, koma í skólann með gestgjöfum sínum og fara í dagsferðir til að skoða íslenska náttúru.

Þetta er síðasta erlenda heimsóknin á skólaárinu en alls tóku nemendur okkar á móti 7 hópum erlendra gesta frá september til apríl. Nemendur okkar og foreldrar þeirra eiga þakkir skildar fyrir sinn þátt í að gera skólanum kleyft að taka þátt í erlendum samskiptaverkefnum.

""""

Aðrar fréttir