Franskir nemendur í heimsókn

Dagana 1. til 6.október tóku 23 nemendur á 2. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Jeanne d‘Arc Saint Ivy í Pontivy á Bretagne skaga.

Dvöldu nemendur hjá íslenskum fjölskyldum og kynntust við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Hópurinn fór Gullna hringinn, heimsótti Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið, Hafnarhúsið auk þess að fara í Flyover Iceland og sjá sýningu í Perlunni.

Frönsku ungmennin tóku þátt í margskonar verkefnum og leikjum með íslenskum nemendum og nutu dvalar.

Á vormánuðum 2024 munu síðan íslensku ungmennin dvelja í eina viku hjá frönskum fjölskyldum á Bretagn skaga.

Aðrar fréttir