Frönskukeppni

Frönskukeppni grunn- og framhaldsskóla var haldin laugardaginn 25. mars, í húsakynnum Alliance française, Tryggvagötu af tilefni viku franskrar tungu.
Keppnin er haldin í samvinnu Félags frönskukennara á Íslandi, Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française á Íslandi.
Þema keppninnar í ár var « Les arts et le français » og voru þátttakendur hvattir til að fjalla um efnið frá persónulegu sjónarhorni.
Var keppnin tvískipt, 13 þátttakendur komu úr grunnskólum og 10 úr framhaldsskólum.
Keppendur tóku flutning sinn upp á myndband og mátti leika sér með formið að vild; myndskreyta, leika, syngja og dansa.  Myndbandið mátti ekki vera styttra en tvær mínútur og ekki lengra en fjórar mínútur.
Að auki skrifuðu keppendur 50-100 orða texta þar sem þeir útskýrðu nálgun sína að efninu.
Sigurvergari í Framhaldsskóla keppninni var Katrín María Timonen 5-A sem fjallaði í sínu myndbandi um Marius Petipa (1818 – 1910) , franskan danshöfund sem hafði mikil áhrif á ballet víðsvegar um heiminn.  Hreppti hún að launum flugmiða til Parísar.

Við óskum Katrínu Maríu til hamingju!

Aðrar fréttir