Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla

Í ár taka 8 bekkir frá Verzlunarskólanum þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla og eru fyrirtæki verzlunarskólanema u.þ.b. 40 talsins. Fjölmargir framhaldsskólar taka þátt í keppninni og í apríl mun dómnefnd velja sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn „fyrirtæki ársins“ tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla sem fer fram í Istanbul í Tyrklandi í júlí.

Þann 12. janúar var Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla ýtt úr vör í Háskólanum í Reykjavík. Þar bauð Ragnhildur Helgadóttir rektor HR fólk velkomið og kynnti dagskrá annarinnar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var með opnunarávarp.

Nemendur vinningsfyrirtækja Fyrirtækjasmiðjunar árin 2018, 2020 og 2021 sem eru stofnendur fyrirtækjanna BökkDyngju og Hrauney sögðu öll frá reynslu sinni af þátttökunni í Fyrirtækjasmiðjunni og lífinu eftir keppnina. Gaman að segja frá því að þau koma öll frá Verzlunarskólanum.

Aðrar fréttir