14. sep. 2022

Geðlestin í heimsókn

Þann 13. september síðastliðinn fengu nemendur á 2. ári heimsókn frá Geðlestinni  í lífsleiknitíma.

Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Í heimsókninni fengu nemendur að hlusta á ungan einstakling segja frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, horfðu á myndband og í lokin tók Emmsjé Gauti nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð nemenda.

Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Fréttasafn