21.05.2025 Glæsilegur árangur Versló Dagana 4.–5. apríl fór fram árleg Vörumessa Ungra frumkvöðla í Smáralind. Í ár komu saman yfir 600 nemendur úr 16 framhaldsskólum sem kynntu og seldu viðskiptahugmyndir sínar í 142 frumkvöðlafyrirtækjum. Frá Verzlunarskóli Íslands tóku alls 38 fyrirtæki þátt í keppninni og stóðu þau sig öll með prýði. Nemendur okkar sýndu mikinn metnað, stóðu sig frábærlega og voru skólanum til sóma. Að lokinni Vörumessu voru 30 fyrirtæki valin áfram. Þau fengu tækifæri til að hitta dómara og héldu svo kynningu á sviði á glæsilegri Uppskeruhátíð Ungra frumkvöðla sem fór fram í höfuðstöðvum Arion banka. Ellefu fyrirtæki frá Verzlunarskólanum komust áfram en það voru fyrirtækin: Arctic Glow, Atlas, Dicha Iceland, Hjartaborg, Ís Styrkur, Kora, Lokit, Sade, Silfra, Tilfinningaeyjan og Þörungurinn. Fjögur fyrirtæki frá Versló hlutu viðurkenningar: Hjartaborg var valið fyrirtæki ársins 2. sæti Þörungurinn fyrir áhugaverðustu nýsköpuninina. Tilfinningaeyjan fyrir samfélagslega nýsköpun Atlast fyrir Besta sjó-bissnessinn Við óskum öllum nemendum okkar innilega til hamingju með frábæran árangur og þátttöku. Vörumessa Ungra frumkvöðla er mikilvægur vettvangur til að efla nýsköpun og frumkvæði ungs fólks og við hjá Versló erum ótrúlega stolt af því hversu vel nemendur okkar stigu fram og nýttu tækifærið. Á vef Ungra frumkvöðla má sjá fleiri myndir frá Uppskeruhátíðinni í Arion og frá Vörumessunni.