4. feb. 2020

Gleði- og forvarnardagurinn 5. febrúar

Miðvikudaginn 5.febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við áhugaverðir fyrirlestrar. 

Dagskráin er eftirfaradi:

 Staðsetning Fyrirlestur  Fyrirlesari 
 Blái salur  Allt sem þú þarft að vita um kynlíf og kynfæri Sigga Dögg kynfræðingur 
 Rauði salur Er þetta í lagi? Um Gerendur og grá svæði í kynlífi  Katrín Ólafsdóttir aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ með áherslu á krítíska menntunarfræði
Íþróttahús  Hefur þú einhvern tímann pælt í því hversu margir stunda sjálfsfróun? Indíana Rós mastersnemi í kynfræði við Widener University í Bandaríkjunum 

Nemendur á 1. ári byrja í bláa sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Íþróttahús (10:25) og að lokum yfir í Rauða sal (11:25).
Nemendur á 2. ári byrja í rauða sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Bláa sal (10:25) og að lokum yfir í Íþróttahús (11:25).
Nemendur á 3. ári byrja í Íþróttahúsi (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Rauða sal (10:25) og að lokum yfir í Bláa sal (11:25).

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. 

Fréttasafn